Hrá brownie

Þessi er komin frá henni á mynewroots, og hún er alveg jafn góð eins og maður heldur og vonar. Ég er ekkert smá spennt að eiga þessar í frysti og ná í eina og eina þegar manni langar í eitthvað sætt og gott. Þessar voru líka alveg snilld að hafa með sér þegar ég var í vinnuferð í vikunni, þær eru reyndar betri þegar þær eru kaldar og beint úr frysti en alveg nógu góðar að borða við hvaða hitastig sem er.  Þær eru ekki bara góðar, heldur er maður enga stund að búa þær til, ég var í smá veseni út af því að ég á bara litla matvinnsluvél svo ég hakkaði döðlurnar í nokkrum umferðum, en ég var samt max 30 min að gera allt, með því að plokka steinanna úr döðlunum.

Hrá-Brownie

Hrá brownie

 • 2 bollar valhnetur
 • 2  1/2 bolli döðlur (ég notaði ferskar, ef maður er með þurrkaðar er örugglega gott að leggja þær aðeins í bleyti)
 • 1 bolli kakó
 • 1 bolli möndlur, gróft hakkaðar
 • 1/4 tsk sjávar salt
 1. Valhneturnar hakkaðar mjög fínt í matvinnsluvél
 2. Kakó og salt blandað saman við valhneturnar og púlsað til að blanda saman við
 3. Bætið döðlunum útí, ekki öllum í einu, ég tók 1/4 í einu og blandaði saman við kakóvalhneturnar. Ef maður getur matað matvinnsluvélina setur maður þær eina í einu útí og blandar á meðan.
 4. Möndlunum blandað saman við döðludeigið, blandað saman með sleif eða öðru áhaldi, ekki í matvinnsluvélinni, það er alveg möst að hafa möndlurnar í góðum bitum til að bíta í.
 5. Ég setti deigið í ofnfast mót með bökunarpappír í botninum og þjappaði vel. Síðan má taka bökunarpappírinn með deiginu úr forminu og setja inní frysti, eða með mótinu, það var bara ekki pláss fyrir það í frystinum mínum 🙂
 6. Látið standa í kæli í amk hálftíma eða eins lengi og maður getur beðið. Síðan er sniðugt að skera þær í ferninga og geyma í frysti eða ísskápnum.
Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s