Himneskur kjúklingaréttur

Þessi kjúklingaréttur er bara fáránlega góður! Fann uppskriftina hjá henni á Ljúfmeti og Lekkerheit, sjá hér. Þegar ég sá þessa uppskrift skrifaði ég það strax hjá mér að þessa þurfti ég að prófa. Það er neflilega svo mikið af skemmtilegu hráefni í kjúklingafyllingunni og ég átti dáldið erfitt með að sjá fyrir mér hvernig lokaniðurstaðan varð, en ég varð svo sannarlega ekki fyrir vonbrigðum. Hérna er uppskriftin af þessum dásemdar kjúklingarétt.

 

Dodlu_brie_kjulli

 

Himneskur kjúklingaréttur

 • 200 gr döðlur
 • 1 krukka sólþurrkaðir tómatar
 • 3-4 hvítlauksrif
 • Brie/camenbert/gullostur
 • Ferskt rósmarín
 • 1 poki Furuhnetur (ég var með sólblómafræ, finnst það alveg geta komið í staðin, miklu ódýrara en aðeins annað bragð)
 • Svartur pipar
 • 1 kg kjúklingabringur
 1. Ristið furuhneturnar/sólblómafræin á pönnu og leggið síðan undan
 2. Skerið döðlur, sólþurrkaða tómata og rósmarín í smátt og steikið í ólífuolíu
 3. Pressa eða saxa hvítlaukinn og setja útí í lokin
 4. Skerið ostinn og látið bráðna á pönnunni með gumsinu í
 5. Setjið furuhneturnar/sólblómafræin útí og kryddið með svörtum pipar
 6. Setjið kjúklingabringurnar í eldfast mót og skerið rauf á þær og troðið ofaní eða hella fyllingunni ofaná bringurnar.
 7. Setja álpappír yfir mótið og setjið inní ofn í 40 mín á 200 gráður.  Ég steingleymdi að setja álpappírinn yfir svo fyllingin mín og bringurnar urðu dáldið dökkar á litinn, en bragðið hlaut ekki skaða af því. Var svo með sætar kartöflur með sem ég bara skar í sneiðar og hellti yfir olífuolíu og setti inní ofn á plötu. Skv uppskriftinni á ljúfmeti þá gerir hún sæta kartöflustöppu með púðursykri, getið séð uppskriftina hjá henni í linkinum hérn að ofan. Mér persónulega  finnst sætu kartöflurnar alveg nógu sætar með þar sem að döðlurnar gefa mjög sætt bragð líka.

 

 

 

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s