Súkkulaðirúlluterta með banana og heslihneturjóma

rullutertaJá ég veit, ég elska súkkulaði…..það er bara þannig. Sem leiðir af sér að mig langar alltaf í súkkulaði á nánast hvaða formi sem er. Hugmyndina af þessari köku fékk ég af köku sem fæst held ég í Bakarameistaranum. Svona risastór rúlluterta með rosalega girnilegum bananarjóma. Það var sem sagt svoleiðis kaka í vinnunni og ég hugsaði hey! Ég hlýt að geta græjað svona low carb style. Niðurstaðan var þessi og okkur fannst hún mjög góð – whats not to love! Ég notaði sama deig og í súkkulaðibollakökunum sem ég gerði um daginn nema ég prófaði að nota smjör í staðinn fyrir kókosolíu, sem að virkaði mjög vel en þá er það ekki lengur paleo, bara svona FYI.

Súkkulaðirúlluterta

 • 1/4 bolli möndlumjöl
 • 1/4 bolli kakó (ég nota frá Green & Black’s)
 • 1/4 tsk sjávarsalt
 • 1/2 tsk matarsódi
 • 1/2 tsk lyftiduft
 • hnífsoddur vanilluduft
 • 1 tsk kanill
 • 1 egg
 • 2 eggjahvítur
 • 1/4 bolli blanda af hunangi og agave sírópi (eða sætuefni að eigin vali)
 • 1/4 bolli smjör
 1. Öll þurrefni sett saman í skál
 2. Egg, eggjahvítur, kókosolía, hunang og agavesírópsblanda þeytt þangað til loftkennt
 3. Öllu blanað varlega saman, má bæta við kókosvatni, vatni eða mjólk ef að degið er of þykkt
 4. Deginu smurt á bökuarpappír í form sem er ca 21x34cm og bakað í ca 10 mín á 180°C
 5. Kælið alveg áður en að fyllingunni er komið fyrir

Banana og heslihneturjómi

 • 1 vel þroskaður banani
 • 2 msk heslihnetusmjör
 • 2,5 dl þeyttur rjómi
 1. Þeytið rjómann
 2. Maukið bananann og blandið heslihnetusmjörinu útí
 3. Blandið þessu saman og smyrjið á kökuna.

Ég átti svo afgang af kreminu sem fór á bollakökurnar og notaði það ofan á kökuna og skreytti með smá rifnu dökku súkkulaði

Advertisements

3 thoughts on “Súkkulaðirúlluterta með banana og heslihneturjóma

  • Hardcore paleo sleppa llum mjlkurvrum, lka smjri. er nota kkosola stain. slenskt smjr er lagi sem low carb 🙂

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s