Gulrótarsúpa með fersku engiferi

Þar sem að Martin er búin að vera pínu slappur bjó ég til algjöra vítamín og kvefbombu handa okkur í kvöldmat. Með súpunni bakaði ég svo mjög gott fræbrauð sem á víst að breyta lífi fólks, sjá hér. Veit ekki hvort að brauðið sé búið að breyta lífi okkar en það var mjög gott. Martin er allur að lagast af slappleikanum og aðsjálfsögðu vil ég meina að þessi súpa hafi læknað hann. Eins og svo oft áður gerði ég eiginlega bara eitthvað útí bláin. Hérna er mín útgáfa af gulrótarsúpu sem læknar öll mein.

IMG_0747

Gulrótarsúpa með fersku engiferi

 • ca 700-800 gr gulrætur
 • 2 laukar
 • 8-10 hvítlauksrif
 • ca 4-6 msk af fersku engiferi, rifið niður eða í litlum bitum.
 • 2 grænmetisteningar
 • Paprikukrydd
 • Örlítið cayanne pipar
 • Salt og pipar
 • Vatn
 • ca 1 -2 dl Tyrknest jógúrt
 1. Flysja gulrætur og skera í litla bita, skera lauk og hvítlauk og allt þrennt látið saman í pott með smjöri og steikt örlítið.
 2. Bætið vatni í pottinn svo að það fljóti yfir grænmetið, setjið þá grænmetisteninganna útí og látið sjóða þar til gulræturnar eru orðnar mjúkar
 3. Maukið allt með töfrasprota og bætið útí tyrkneskri jógúrt og kryddið að vild.
Advertisements

One thought on “Gulrótarsúpa með fersku engiferi

 1. Pingback: Brauðið sem breytir lífi þínu | Tvíbura gourmet

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s