Brauðið sem breytir lífi þínu

Tinna vinkona benti mér á síðuna hjá þessari konu. Hún er mjög dugleg og allt sem hún gerir lítur fáránlega vel út. Þetta brauð frá henni á að breyta lífi manns, eða allavega fá mann til að hugsa að þessi tegund af brauði er töluvert betri en hvítt frans brauð og manni líður miklu betur allavega eftirá ef maður borðar þetta góða brauð. Var með þetta brauð með gulrótarsúpunni sem má sjá hér og mér fannst það mjög gott. Það minnir örlítið á einhverskonar blöndu af sólkjarnabrauði og rúgbrauði en eiginlega betra. Hérna er uppskriftin af þessu undra brauði.

Braud

Brauðið sem breytir lífi þínu

 • 135 gr sólkjarnafræ
 • 90 gr hörfræ
 • 65 gr heslihnetur eða möndlur
 • 145 gr haframjöl
 • 2 msk chia fræ
 • 3 msk fiber husk
 • 1 tsk salt
 • 1 msk hlynsíróp
 • 3 msk bráðin kókosolía
 • 3.5 dl vatn
 1. Öllum þurrefnum blandað saman í skál. Vatni, hlynsírópi og kókosolíunni blandað saman og hellt yfir þurrefnin.Öllu er síðan hrært vel saman og það má bæta smá vatni við ef deigið er óviðráðanlega þykkt.  Sett í sílíkon brauðform og þjappað niður með sleif eða skeið
 2. Svo er brauðið látið standa í amk. 2 klst, eða allan daginn eða yfir nótt, bara eins og hentar hverju sinni.
 3. Hitið ofninn í 175 gráður
 4. Bakið brauðið í 20 mín í miðjum ofninum. Takið svo brauðið út og úr forminu og hvolfið því á ofngrindina. Þá er það sett aftur inní ofn og bakað í 30-40 mín.
 5. Brauðið þarf helst að vera kalt þegar það er skorið, og gott er að nota beittan hníf, ath ekki brauðhníf, því þá fara öll fræ og korn af stað.
Advertisements

4 thoughts on “Brauðið sem breytir lífi þínu

 1. Ertu búin að prófa Tinna? Þetta brauð hefur örugglega hjálpað við að koma garpinum yfir marklínuna í dag.
  Takk Lára! Var að prófa aðra uppskrift frá henni á My New Roots, fáránlega gott, kemur bráðlega hérna inn.

 2. Pingback: Epla og kanil muffins | Tvíbura gourmet

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s