Pekanhnetu og kjúklingabauna súkkulaðibitakökur

Ég man engan veginn hvernig ég fann þessa uppskrift en um leið og ég sá hana var ég alveg viss um að þessa yrði ég að prófa. Að nota kjúklingabaunir er eitthvað sem mér hefði aldrei dottið í hug að nota í smákökur, það sem langflestir hugsa er bara hummus þegar þeir sjá kjúklingabaunir, en ótrúlegt en satt er þetta alls ekkert svo vitlaust.Uppskriftina fann ég á blogginu hjá þessari dömu.

20130222-184440.jpg

 

Pekanhnetu og kjúklingabauna súkkulaðibitakökur

 • 1 bolli pekanhnetur
 • 1 bolli kjúklingabaunir
 • 1/4 bolli maple síróp
 • 3 msk mulin hörfræ
 • 1 tsk lyftiduft
 • vanilluduft
 • 1/4 tsk sjávarsalt
 • 100 g 70% súkkulaði
 1. Allt nema súkkulaðið er sett í matvinnsluvél og maukað vel og lengi. Mín litla matvinnsluvél var ekki alveg að höndla þetta svo ég tók aðeins töfrasprotan á þetta í lokin til að fá allt í meira mauk
 2. Hakka súkkulaðið í passlega stóra bita og blanda útí deigið
 3. Gera litlar kúlur og setja á bökunarplötu. Kökurnar flattar út með skeið, ath þær lyftast ekki neitt eða leka út svo þær munu líta alveg eins út þegar búið er að baka þær.
 4. Bakið við 175 gráður í ca 10 mín og njótið

 

 

Advertisements

3 thoughts on “Pekanhnetu og kjúklingabauna súkkulaðibitakökur

 1. prófaði þetta og gerði tvöfalda uppskrift 😉 ekki veitir af! þetta er mjög gott! Flott síða með æðislegum uppskriftum!!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s