Skúffukaka

skuffaÉg verð að viðurkenna að það kemur alveg fyrir að ég sakni þess soldið að borða ekki skúffuköku. Haldið þið ekki að ég hafi fundið þessa fínu uppskrift hjá henni vinkonu okkar á bakasockerfritt. Svíarnir kalla þessa köku kärleksmums – sem þýðir eiginlega ástarnammi, sem mér finnst hrikalega krúttó.

Kakan

 • 180 g smjör
 • 3 egg
 • 1 2/3 dl möndlumjöl
 • 2/3 dl kókoshveiti
 • 1 1/2 dl stevia strö (eða annað sætuefni að eigin vali) Mér fannst þetta of mikið í uppskriftinni hjá henni svo að ég minnkaði hjá mér niðrí 1 1/2 dl.
 • 2 1/2 msk kakó
 • 2 krm vanilla
 • 2 tsk lyftiduft
 1. Bræði smjörið
 2. Þeytið eggin svo þau verði loftkennd.
 3. Blandið öllum þurrefnunum saman við bráðnaða smjörið og að lokum eru eggin sett útí.
 4. Bakið í 24 cm springformi við 175°C í ca 26-28 mín
 5. Passið að kakan verði ekki brennd að ofan, gæti verið sniðugt að setja bökunarpappír yfir því hún tók ansi fljótt lit hjá mér.

Súkkulaðikrem

 • 120 g smjör
 • 130 g maskarpone ostur
 • 3 msk kókosmjöl
 • 2/3 msk heitt vatn
 • 2/3 tsk skyndikaffi
 • 3 1/2 msk stevia sykur (eða annað sætuefni að eigin vali)
 • 1 2/3 msk kakó
 • 1 1/2 krm vanilla
 1. Bræðið smjörið eða mýkjið í örbylgju ofni þar til að sé orðið mjög mjúkt.
 2. Blandið mascarpone ostinum útí þangað til að það eru engir kekkjir.
 3. Bætið við kókos, stevia og kakó og svo kaffi þangað til þið eruð ánægð með bragðið 🙂

Kókosmjöl sett ofan á sem skraut

Advertisements

3 thoughts on “Skúffukaka

 1. Hæ, það er allt of mikið af Stevíu í þessari uppskrift. Stevía er 200% sætara en sykur. Mæli frekar með Erythritol sætu sem er mun betra að nota í bakstur og þá eru þessi hlutföll eflaust réttari.

  Einn og hálfur dsl af Stevíu jafast á við 20 kíló af sykri.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s