Ýsa í sinnepi, reyktri papriku og möndlumjöli

20130211-191001.jpg

Ég man ekki alveg hvar ég sá þessa uppskrift, ef einhver kannast við hana megið þið láta mig vita. En þetta var mjög skemmtileg uppskrift, mjög einfalt og mjög gott. Ég smjörsteikti blaðlauk og setti ofaná og ég var líka með hnetumaukið hennar Guðríðar, eða mína útgáfu sjá kommentin á uppskriftinni hjá Guðríði.

Ýsa í sinnepi, reyktri papriku og möndlumjöli

  • Ýsa (ég var með 1,2 kg)
  • Grófkorna sinnep
  • 1-2 tsk reykt paprikuduft (í Svíþjóð heitir þetta Smoked paprika og á að finnast í venjulegu kryddhillunni)
  • 1 dl möndlumjöl

Svo er þetta gert eins og steiktur fiskur, ég blandaði saman möndlumjöli og reyktri paprikunni og setti á disk. Svo þurrkaði ég aðeins af fiskinum og smurði svo lag af sinnepi á báðar hliðarnar og dýfði ofan í möndlupapriku hræruna. Steikt á pönnu með smjöri þangað til fiskurinn er tilbúinn.  Ef möndlumjölsblandan er ekki nóg má bara blanda aðeins meira af henni með paprikuduftinu en nota svona ca sömu hlutföll.

Þetta gekk ekkert rosalega vel hjá mér því að fiskurinn sem ég var með er eiginlega svona fiskisúpufiskur, ekki nógu falleg flök. Svo þetta fór aðeins í klessu hjá mér og varð ekkert sérstaklega fallegt, en bragðið var mjög gott. Borið fram með fersku salati.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s