Súkkulaðidraumur að hætti Heston

Heston kakaÞessi kaka var svo í eftirrétt með Heston nautakjötinu. Í fyrsta lagi fékk ég tækifæri til þess að nota logsuðugræjuna mína og svo líka afsökun til þess að kaupa mér ný mót í eldhúsið. Bragðið af eftirréttinum kom svo bara sem bónus 🙂 Þessi er í Heston þættinum um súkkulaði – sjá hér sem ég mæli með að allir horfi á og slefi aðeins.  Í uppskriftinni á að vera popping candy í botninum sem að við leituðum að út um allt höfuðborgarsvæðið án árangurs. Það verður augljóslega keypt í Ameríkuferðinni um páskana.

Heston kakan

Botninn

 • 150 g hafrakex 
 • 30 g ósaltað smjör, bráðið
 • 2 msk sykur

Kakan

 • 175 g rjómi
 • hnífsoddur af salti
 • 6 ástaraldin – innan úr þeim
 • 50 g Royal vanillubúðingur (tilbúinn)
 • 110 g 70% súkkulaði
 • 50 g rjómasúkkulaði
 1. Kexið hitað í ofni í 10 mín eða þangað til gullinbrúnt
 2. Kexið mulið í matvinnsluvél og smjörinu og sykrinum bætt útí. Botninum er svo komið fyrir í mót. Ég var með fjögur lítil en notaði bara ca helminginn af kexmylsnunni. Hann talar um að nota eitt 15 cm hringform í fyrir eina uppskrift. Ég nota í þetta form sem eru botnlaus svo að hægt sé að smokra þeim af þegar eru kakan er tilbúin
 3. Rjóminn, saltið og ástaraldin sett í pott og hitað að suðu, látið standa í ca 5 mín. Ástaraldin er svo sigtað út og þessu komið fyrir í skál
 4. Royal búðingur útbúinn og settur í kæli
 5. Búðingnum er svo bætt útí ástaraldinrjómablönduna
 6. Súkkulaðið er brætt yfir vatnsbaði
 7. Rjómablöndunni er svo bætt útí bráðið súkkulaðið í litlum skömmtum svo að það blandist vel saman við.
 8. Súkkulaðiblandan er látin kólna að stofuhita
 9. Blandan er smurð innan í mótin meðfram kexbotninum og upp meðfram köntunum. Þetta er þá sett í frysti í 5 mín áður en að allri blöndunni er bætt í mótin.
 10. Kökurnar eru svo geymdar í frysti í allavega 2 tíma. Til að losa kökurnar úr mótunum notaði í logsuðugræjuna mína og kom kökunum fyrir ofan á glasi til að smokra formunum af.
 11. Kakó er svo sigtað yfir kökurnar áður en þær eru bornar fram
 12. Geymið kökurnar í frysti þangað til ca 20 mín áður en að á að borða þær
Advertisements

2 thoughts on “Súkkulaðidraumur að hætti Heston

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s