Klessukaka með rjóma og sykruðum hnetum

20130126-201917.jpg

Þessi kaka er frá uppáhaldablogginu okkar Guðríðar, bakasockerfritt, Guðríður þú mátt mótmæla en ég held þú sért sammála mér. Og ég held líka að við höfum báðar æltað að prófa þessa köku en ég varð fyrri til, YESS! Ég gerði tvöfalda uppskrift og ég pimpaði kökurnar aðeins. Á aðra kökuna setti ég karamellukremið sem varð afgangur af sykruðu hnetunum sem ég var að gera samtímis og svo setti ég sykruðu hneturnar ofaná báðar kökurnar sem smá skreytingu. Þessi kaka fékk mjög góð meðmæli hérna útí sveit með fjölskyldunni hans Martins og ég mæli hiklaust með henni.

Klessukaka með rjóma og sykruðum valhnetum og möndlum

Botn

 • 25 g smjör við herbergishita
 • 2/3 dl möndluhveiti
 • 2/3 msk kókoshveiti
 • 2/3 msk sukrin
 • 1/2-2/3 msk kakó

Kakan

 • 25 g smjör
 • 45 g súkkulaði (ég notaði blöndu af 70% kaffisúkkulaði og 70% venjulegt súkkulaði)
 • 1 egg
 • 1 msk sukrin
 • 1 msk rjómi
 • dash af vanilludufti

Rjómi

 • 1 1/2 dl rjómi
 • dash af vanilludufti
 • 1-2 tsk sukrin

 

 1. Byrja á botninum, öllu blandað saman og  sett í botnin á 12 cm springformi. Bakað við 175 gráður í 6-8 mín. Tekið út úr ofninum og hitin lækkaður í 150 gráður.
 2. Súkkulaði og smjör brætt saman. Eggið þeytt létt og súkkulaðiblöndunni blandað saman við eggið. Sukrin, rjómi og vanilluduft líka blandað útí. Hellt ofan á botninn sem búið er að baka og settinní ofn og bakað í ca 20 mín, ég hafði mínar inni í 25 mín. Kannski af því að ég var með tvær í einu. Kökurnar kældar áður en rjómin er settur á.
 3. Ég setti karamellukremið frá sykruðu hnetunum ofan á kökuna áður en ég setti rjóman á, svo þetta varð svona millilag. Þeytti svo rjóman með sykrin og vanilludufti og og sprautaði ofan á kökurnar. Saxaði hnetur og setti ofaná.

Ef svo vildi til að maður vill hafa karamellu en ekki hnetur má vel skella smá smjöri og sykri á pönnu og bræða og hella yfir rjóman eða ofaná kökuna áður en maður setur rjóman á.

Advertisements

One thought on “Klessukaka með rjóma og sykruðum hnetum

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s