Þorrablót með laufabrauði og franskri súkkulaðiköku með lakkrís

20130123-205622.jpg

Við vorum með smá kynningu á íslenskum þorramat fyrir nokkra sænska vini sem voru æstir í að smakka súra hrútspunga og hangikjöt.  Mér fannst eiginlega ekki hægt að vera með hangikjöt án þess að vera með laufabrauð svo ég ákvað að skella mér í djúpu laugina og prófa gera laufabrauð í fyrsta skipti. Ég fékk uppskrift hjá mömmu og hún var svo hljóðandi.

Laufabrauð

  • 250 gr hveiti/heilhveiti
  • 1/4 tsk salt
  • 1 msk sykur
  • 20 gr smjör
  • 1,25 dl mjólk

Smjörið og mjólkin hituð þangað til að smjörið er bráðnað. Blandað útí hveitið með sykrinum og saltinu. Ekki setja allt hveitið í einu, heldur geyma það til að nota þegar kökurnar eru flattar út. Ég bjó til rúllu úr deiginu og setti inní rakt viskustykki og lét það kólna aðeins í ca klukkutíma áður en ég flatti kökurnar út og skreytti. Þar sem að ég á ekkert laufabrauðsjárn var mjög frjálslegt og frumlegt munstur á kökunum hjá mér.

Frönsk súkkulaðikaka með lakkrís

Nú á meðan laufabrauðsdegið var að kælast skellti ég í eftirrétt sem átti að vera með smá íslensku þema. Súkkulaði og lakkrís var allavega þemað en ég gerði frönsku súkkulaðikökuna sem ég gerð um áramótin en án botns, sjá uppskrif hér. En svo bætti ég útí 2-3 tsk af lakkrísdufti eins er má sjá á myndinni og svo klippti ég niður ca. hálfan poka af þessu nammi frá malaco. Mér fannst kakan vera pínu ofbökuð og aðeins of sterkt bragð af lakkrís sama kvöld og ég bakaði hana. EEEN dagin eftir þegar hún var búin að standa inní ískáp, var hún alveg sjúklega góð. Svo ég mæli hiklaust með því að kæla hana áður en hún er borin fram. Gott að vera með góðan vanilluís og heit kramin hindber með kökunni.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s