Lax með krydduðu hnetumauki

CIMG2897Gestakokkurinn sá um þennan rétt. Fátt yndislegra en að koma heim af bandýæfingu og fá tilbúin mat 🙂 Ég fann uppskriftina á gulurraudurgraennogsalt.com og þetta var alveg jafn gott og þetta lítur út – jafnvel betra!

 • 1/2 bolli hnetur (t.d. valhnetur eða peacanhentur)
 • hnífsoddur chayenne pipar
 • 1 msk sítrónusafi
 • 1 tsk hunang
 • 2 msk grilluð paprika, söxuð
 • 3 msk olía
 • 1/4 bolli fersk steinselja
 • sjávarsalt og pipar
 • 2 msk salvía
 • 1 tsk fínrifinn sítrónubörkur
 • Laxaflak

Aðferð

Hnetukurl

 1. Hitið ofninn á 175°C. Látið hneturnar á bökunarplötu og ristið í 7-10 mínútur. Látið kólna. Saxið og látið í skál.
 2. Bætið í skálina cayenne, sítrónusafa, hunangi, paprikunni, 2 msk olíu og 2 msk af saxaðri steinselju. Bætið 1/2 tsk af salti og 1/2 af pipar.

Lax

 1. Hækkið hitann á ofninum í 200°C. Blandið saman 1 msk af ólífuolíu, 2 msk af steinselju, salvíunni, sítrónuberki, 1/2 tsk salti og svörtum pipar. Nuddið maukinu yfir laxinn.
 2. Látið í ofn í 12-14 mínútur eða þar til hann er fulleldaður (passið að ofelda hann ekki því þá verður hann þurr). Látið standa í 5 mínútur.
 3. Látið hnetukurlið yfir fiskinn og berið fram.

Með þessu vorum við með sætar kartöflur, sweet chili sósu í sýrðum rjóma og gúrkusalat.

Advertisements

2 thoughts on “Lax með krydduðu hnetumauki

 1. Þessi var í matin hjá mér í kvöld, en ég get auðvitað ekki farið eftir uppskriftinni og gert eins og mér er sagt. Ég setti pekanhnetur, valhnetur og graskersfræ og ristaði í ofni. Blandaði svo kryddum og í staðin fyrir grillaða papriku setti ég ajvar relish (papriku og auberginimauk). Fiskinn setti ég í form og helti yfir hvítvíni (Clay Station Guðríður :-)) og smjörsteiktum blaðlauk. Var svo bara með venjulegt salat með og sýrðan rjóma með sweet chili. Mjög gott!

 2. Pingback: Ýsa í sinnepi, reyktri papriku og möndlumjöli | Tvíbura gourmet

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s