Kúrbítssalat

20130116-201606.jpg

Þegar ég fer á bandýæfingar á þriðjudögum og fimmtudögum er yfirleitt bara eitthvað mjög fljótlegt í matinn, eins og t.d. omeletta með pulsum og brokkolí, ekki beint mikið gourmet í því. Í gær langaði mig að gera eitthvað með omelettunni minni til að hressa aðeins uppá þessa fljótlegu máltíð. Þetta salat varð því niðurstaðan og ég var bara mjög ánægð með niðurstöðuna.

Kúrbítssalat

  • 1 kúrbítur
  • safi úr hálfri sítrónu
  • salt
  • pipar
  • hálfur pakki fetaostur
  • 1 lúka af valhnetum

Ég bjó til þunnar sneiðar af kúrbítnum með flysjara og setti í skál. Kreisti sítrónusafan yfir og kryddaði með salti og pipar. Kurlaði fetaostinn yfir og muldi niður eina lúku af valhnetum. Þetta fannst mér mjög gott meðlæti með sorglegu omelettuni minni, en Martin var ekki alveg sammála mér, svo ég fékk að borða þetta allt alveg sjálf.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s