Djúsí fiskréttur

20130116-201245.jpg

Ég er yfirleitt dáldið hugmyndasnauð þegar kemur að fiskréttum, svo ég googlaði “fiskur í ofni uppskriftir” og skoðaði fyrstu uppskriftina sem kom þar upp og leist bara vel á. Þetta er mín útgáfa af þessari uppskrift sem ég fann á eldhus.is.

Djúsí fiskréttur

 • 1 kg þorskur
 • 250 g sveppir
 • 600 g brokkolí eða meira
 • 1 blaðlaukur
 • 3-4 hvítlauksgeirar
 • pínu soya sósa
 • 200 g smurostur (ég notaði papriku og lauk smurost)
 • 1 fiskteningur
 • ca 1 dl rjómi (eða mjólk)
 • smá ostur
 • karrý
 • paprikuduft

Sveppirnir, brokkolíið, blaðlaukurinn og hvítlaukurinn steikt á pönnu í smá olíu, og þegar blaðlaukurinn er orðin pínu mjúkur er pínu soya sósa sett útá. Smurosturinn er settur útí og látinn bráðna og fiskteningurinn settur útí. Sósan er síðan þynnt með rjóma eða mjólk. Allt sett í ofnfast mót og fiskurinn er lagður ofan á þetta gums. Sett inní ofn í ca 5 min í 175 gráðum eða þangað til að fiskurinn er nánast tilbúinn. Rifinn ostur bættur ofan á fiskinn og kryddað yfir með karrý og paprikudufti, sett inní ofn þangað til fiskurinn er tilbúinn (max 5 min, flökin mín voru mjög þunn) og osturinn bráðnar. Borið fram með góðu salati.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s