5 krydda klístraður kjúklingur og ferskt núðlusalat

20130116-201809.jpg

Ég held að það komi ekki neinum á óvart að ég horfi töluvert á matreiðsluþætti í sjónvarpinu. Þar af er uppáhalds sjónvarpskokkurinn minn án efa Jamie Oliver. Rakst á þátt um daginn þar sem hann var að elda þennan rétt og mér fannst hann mjög spennandi svo ég tók smá glósur á síman minn eða skrifaði niður innihaldið svona í grófum dráttum. Ætlaði svo að leita að uppskriftinni á netinu en ég finn hana bara alls ekki, svo ég gerði bara svona eftir mínu höfði. Jamie eldaði þennan rétt á 15 min, ég var svona ca 40 min kannski og öll eldhústækin mín dregin fram og eldhúsið á hvolfi eftir þetta, en algjörlega þess virði, ég var ekkert smá sátt!

5 krydda klístraður kjúklingur

Það á að vera hægt að kaupa tilbúið 5 spice krydd í matvörubúðum, held ég eða kannski bara kínabúðum, en ég ákvað að búa til mitt eigið þar sem að það var ekki til í Ica Maxi.

5 krydda blanda (þó svo að mín innihaldi bara 4 krydd)

 • 1/2 tsk cayanne pipar
 • 1/2 tsk kanill
 • 1/2 tsk negull
 • 2 stjörnuanís

Allt mulið í morteli saman.

 • 1 kg kjúklingabringur helst flattar út örlítið svo þær verða þynnri (hægt að fletja þær út með því að lemja þær með kökukefli á milli bökunarpappírs)
 • 5 krydda blandan
 • ca 150 ml sweet chili sósa
 • sesamfræ

Kjúklingurinn er kryddaður með 5 krydda blöndunni og steikt á pönnu. Þegar hann er nánast tilbúinn er sweet chili sósan hellt útá. Sesamfræin eru settá kjúklinginn rétt áður en hann er borinn fram.

Ferskt núðlusalat

 • Salatblanda að eigin vali
 • Radísur
 • Melóna að eigin vali
 • Næstum því 1 búnt kóríander (restin er notuð í sósuna)
 • 1 búnt fersk mynta
 • Hrísgrjónanúður valfrjálst magn (ég átti svona gervi hrísgrjónanúður án kolvetna sem ég notaði, en þær voru ekki alveg að standa sig nógu vel)

Hrísgrjónanúðlurnar eru soðnar eftir leiðbeiningum. Helmingurinn af núðlunum er tekin frá og settur í botninn af salatskálinni, hinn helmingurinn er steiktur á þurri pönnu þar til þær verða stökkar. Það gerðist s.s. ekki með kolvetnislausu núðlurnar mínar en það var samt gott að hafa þær með. Öllu öðru blandað saman en stökku núlurnar geymdar þangað til seinast til að mylja yfir.
20130116-201824.jpg

Sósa

 • Dash af fersku kóríander, s.s. restin sem er ekki notuð í salatið.
 • 2 salatslaukar
 • 1 heilt chili
 • 2 cm af fersku engifer
 • 3 hvítlauksrif
 • safinn af 2 lime

Allt sett í litlu matvinnsluvélina mína og mixað í sósuform. Varúð, þetta er sjúklega góð sósa og líka vel sterk.

Advertisements

2 thoughts on “5 krydda klístraður kjúklingur og ferskt núðlusalat

 1. Pingback: Sumarsalat með sweet chili kjúklingi | Tvíbura gourmet

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s