Prótín stangir

CIMG2890CIMG2895Ég er alltaf í tilraunaeldhúsinu að prófa eitthvað nýtt. Hér eru á ferðinni prótín stangir sem ég fann á heilshugar.com Þær voru hrikalega bragðgóðar en soldið klesstar. Þær hefðu ábyggilega verið betri með haframjöli, en ég notað þetta fibrex sem að Kristín kom með í poka handa mér einhverntímann. Mæli bara með því að hafa þær í frysti því að þær verða ansi mjúkar.

 • 1/2 bolli haframjöl (ég notaði fibrex)
 • 2 skeiðar (ca 40 gr) prótín duft með vanillubragði
 • 1 tsk kanill
 • 30 gr saxaðar möndlur
 • 30 gr rúsínur
 • Allt þurrefni blandað saman í skál.

Í sér skál er eftirfarandi blandað saman:

 • 30 gr súkkulaði (70% súkkulaði)
 • 50 gr hnetusmjör
 • 1/2 bolli mjólk (eða annar vökvi)
 • 15 gr. hunang

Þetta er sett í örbylgjuofn í ca 30-40 sek og síðan blandað við þurrefnið og allt hrært vel saman.

Best er að taka t.d. formkökuform eða annað kassalaga form og setja í það smjörpappír sem hilur vel allt formið og hella blöndunni ofan í botninn. Sett í frysti í nokkrar klukkustundir og síðan tekið út og skorið í 12 bita. Best er að geyma þetta síðan í frysti eða kæli, t.d. hægt að pakka hverjum bita inní smjörpappír.

Advertisements

One thought on “Prótín stangir

 1. Prófaði að gera þessar stangir en aðeins öðruvísi. Ég átti engar rúsínur svo ég setti nokkrar döðlur og maukaði. Svo blandaði ég haframjöl og fibrex ca 50/50 og svo má ég eiginlega ekki borða hnetusmjör svo ég setti heslihnetusmjör. Var að borða eina núna með glasi af mjólk eftir að ég var að keppa í bandý (einn sigur og eitt tap) og ég var mjög ánægð með mínar stangir. En þær eru mjög klessulegar og það þarf að borða þær beint úr frystinum, þarf kannski að finna betri uppskrift sem maður getur tekið með sér.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s