Mangó, chili og eplasulta og kolvetnissnautt hrökkkex

20130113-162255.jpg

Þar sem ég var að fara í afmæli hjá Evu í gær langaði mig að gefa henni eitthvað heimatilbúið og öðruvísi. Þetta varð niðurstaðan. Upphaflega ætlaði ég að gera mango chutney en þetta varð svona næstum því það. Ég studdist við uppskrift úr bókinni Sultur allt árið eftir Sigurveigu Káradóttur. Til að hafa eitthvað að narta í með sultunni gerði ég líka kolvetnissnautt kex, það er ekkert svo ósvipað frækexinu sem Guðríður setti hérna inn fyrir stuttu og má sjá hér

Mangó, chili og eplasulta

 • 1 poki av frosnu mangómauki ( ca 50 gr,) má vel nota ferskt
 • hálft epli í litlum bitum
 • 1 kanilstöng
 • pínu salt og svartur pipar
 • 1/4 tsk engifer
 • 1/4 tsk negull
 • 1/4 tsk engifer
 • 2 msk sykur (eða annað sætuefni t.d. sukrin)
 • pínu Cayanne pipar eftir smekk

Allt sett í pott og látið malla þangað til eplin eru orðin pínu mjúk. Smakkið til með kryddunum þangað til ykkur finnst bragðið gott. Ég myndi mæla með þessu með góðum ostum og kexi.
20130113-162307.jpg
Kolvetnissnautt kex

 •  Eina lúka möndlur
 • 2 dl sólkjarnafræ
 • 1 dl Fibrex
 • 1 dl sesamfræ
 • 1 dl hörfræ
 • Vatn

Möndlurnar, sólkjarnafræ og fibrex malið saman í matvinnsluvél þar til það er orðið að dufti. Öllu blandað saman og vatn sett útí þangað til að þetta myndar einhverskonar deig. Breitt út á milli bökunarpappírs og bakað þangað til það er orðið stökkt (ca 1 klst eða lengur) í ca 100 gráðum.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s