Helgar pönnukökur og lítil kaka

20130113-164807.jpg

Ég bakaði pönnukökur bæði á laugardaginn og í dag sunnudag. Á laugardaginn bakaði ég prótín pönnukökur reyndar með smá haframjöli þar sem mér fannst ég þurfa smá prótín og kolvetni eftir að hafa verið dáldið öflug í ræktinni. Efri myndin vinstra megin sýnir hvernig eldhúsborðið mitt lítur út þegar ég er að fá mér að borða. Ég gat ekki ákveðið mig um eitthvað eitt álegg á pönnukökurnar svo allt var dregið fram, ég var líka of gráðug og svöng til þess að taka fallegar myndir svo ég geymdi pönnukökumyndatökuna þangað til í dag. Í morgun voru það bara “venjulegar pönnukökur” eða án prótíns, haframjöls og graskerspuré, getið séð uppskriftina mína hér, en ég helmingaði hana fyrir mig eina. Svo splæsti ég líka í ferskan appelsínusafa og beikon í morgun, namm, þarf að muna eftir því oftar að eiga nóg að appelsínum í ferskan safa. Seinna í dag ákvað ég að fara vígja míní kökuformin sem Guðríður var að tala um hérna fyrr. Ég fjárfesti í fjórum 12 cm formum handa okkur Guðríði svo nú eigum við tvö á mann til að gera litlar og krúttlegar kökur eftir uppskriftum á þessari síðu. Ég prófaði að gera súkkulaði brownie með mascarponefyllingu sem að heppnaðist bara agalega vel, ég skreytti hana síðan með smá ástaraldin til að fá smá lit á hana.

Súkkulaðibrownie með mascarpone fyllingu

Brownie:

 • 40 g smjör
 • 1 egg
 • 25 g dökkt súkkulaði
 • 0,75 dl möndluhveiti
 • 3 msk sukrin (eða sætuefni að vild)
 • vanilluduft
 • 15 g hakkaðar heslihnetur
 • 1 tsk kakó
 • 1/2 tsk lyftiduft

Mascarponefylling

 • 40 g mascarpone ostur
 • 2/3 msk sukrin (sætuefni)
 • vanilluduft
 • etv 1/2 eggjarauða (en ég sleppti henni)

Smjörið brætt og súkkulaðið sett útí þegar smjörið er bráðið. Egg og sykur þeytt saman. Súkkulaðiblandan settútí eggin ásamt möndluhveitinu, vanilluduftinu, kakóinu og lyftiduftinu. Heslihneturnar settar seinastar útí. Deiginu er hellt í smurt 12 cm form. Öllum hráefnunum í mascarponefyllingunni er hrært saman og henni ýtt ofan í deigið og gerð smá marmara effect á því með því að draga aðeins í mascarponefyllinguna. Bakað í 25-30 min í 175 gráðum. Skreytið að vild og njótið 🙂

Advertisements

2 thoughts on “Helgar pönnukökur og lítil kaka

 1. Haha, já stundum geta þau verið dáldið lík, en fíkjurnar eru yfirleitt með smá túttu út úr sér og ástaraldin pínu krumpuð. En það varst þú Jana sem gafst mér innblástur til að kaupa ástaraldin, já eða fíkjur og það var líka á tilboði í Ica. En þetta er skemmtileg tilbreyting frá eplum og öðrum “venjulegum” ávöxtum

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s