Banana súkkulaðikaka

CIMG2887Helgarkakan er af einu uppáhaldsblogginu mínu þessa dagana, hún er alltaf að gera eitthvað nýtt og skemmtilegt og loksins er ég líka komin með svona 12 cm spring form – takk Kristín fyrir sendinguna 🙂 Ég var með Green&Black’s þema í kökunni, ég notaði líka kakóið frá þeim og 70% súkkulaðið. Ég fann svo “70% Ekta belgískt súkkulaði dropa” í Hagkaup sem mér leist svona svakalega vel á.  Kakan er ábyggilega best alveg nýkomin útúr ofninum eða volg en ég hitaði restina bara upp í örbylgjuofi og það var líka fínt. Berist fram með þeyttum rjóma eða ís. Btw – það fæst sykurlaus ís í ísbúðinni í Garðabæ  – vei vei

 • 1/2 banani
 • 20 g smjör
 • 1/2 egg
 • 20 g dökkt súkkulaði (ég notaði 70% Green&Black’s)
 • 1/2 dL möndlumjöl
 • 1 msk kókoshveiti
 • 1 1/2 msk stevia sykur eða annað sætuefni
 • 2 tsk kakó
 • 1 krm vanilluduft
 • 20 g súkkulaði saxað eða dropar
 1. Smjör og súkkulaði brætt saman í potti
 2. Bananinn stappaður og blandað saman við öll þurrefnin í skál
 3. Egginu og súkkulaðiblöndinni bætt svo við banana- þurrefnablönduna
 4. Súkkulaðibitunum bætt við
 5. Hellt í 12 cm hring springform og bakað við 175 °C í 12 mín
Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s