Möndlu og hafrakúlur

20130109-201506.jpg

Bjó til smá kvöldsnakk til að narta í þegar mann langar í eitthvað gott. Allt var dáldið svona freestyle hvað varðar magn af hráefni en þetta eru svona kókoskúlur í annari mynd.

Möndlu og hafrakúlur

  • Ein stór lúka möndlur
  • 4 msk haframjöl
  • 2 msk kakó
  • 3 msk mascarpone ostur
  • 1 msk heslihnetusmjör frá Kung Markatta
  • 1-2 msk smjör
  • Sætuefni (ég setti svona 1 tsk lucoma, var að prófa það í fyrsta sinn og  1 tsk sukrin)
  •  Smá kókosflögur til að rúlla uppúr (af því möndluduftið mitt kláraðist)

Setti fyrst möndlurnar í litla mixerinn minn og malaði í möndluduft. Tók síðan 2 msk frá til að rúlla kúlunum uppúr, en það hefði mátt vera aðeins meira því ég fór yfir í kókosflögur þegar það var búið. Svo skellti ég öllu hinu í mixer og blandaði en þetta var dáldið þykkt allt saman svo ég varð að hræra þetta aðeins betur með skeið til að klára að ná öllu saman. Setti síðan allt á smjörpappír og bjó til eina langa rúllu. Hana setti ég svo í frystinn í 10 min til að þetta sé ekki eins klessulegt að rúlla í kúlu. Skar síðan rúlluna í passlega stóra bita og rúllaði síðan uppúr möndluduftinu eða kókosflögunum.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s