Prótín vöfflur

CIMG2876Ég er búin að vera að hugsa um vöfflur alla helgina, var svo of þreytt til að gera neitt að viti í gær, nema að leita að hinni fullkomnu lchf vöfflu uppskrift. Þannig að dagurinn í dag varð loksins vöffludagurinn. Ég beið eftir því að hætta ívinnunni til að fara í búðina til að versla í vöfflurnar 🙂 Það varð nebblilega smá misskilningur með hádegismatinn svo að ég varð orðin allt of svöng um þrjúleytið. Þá átti ég þetta leynivopn til inní ísskáp í vinnunni. Hleðsla með kókos og súkkulaði. Þá kviknaði á perunni – af hverju ekki að nota þetta í vöfflurnar!! Viti menn – þetta er algjör snilld, það er hægt að borða þær eintómar þær eru svo góðar 🙂

Ég studdist við þessa uppskrift hér en breytti henni töluvert á endanum.

Hleðslu vöfflur

 • 125 g smjör
 • 2,5 dl möndlumjöl
 • 1 msk husk
 • 1 msk stevia (gervisykur) má nota venjulegan sykur eða hunang eða hvaða sætuefni sem er.
 • 1 tsk lyftiduft
 • 1 dós Hleðsla með kókos og súkkulaði
 • 4 egg

Aðferð

 1. Bræðið smjörið og látið kólna aðeins
 2. Setjið þurrefnin saman í skál
 3. Hleðslunni bætt útí og hrærið saman við þurrefnin, látið standa í smá stund svo að huskið dragi vökvann í sig, ca 3 mín
 4. Eggin hrærð saman við og blandið vel saman, má nota handþeytara á góðum degi
 5. Smjörið bætt útí og látið standa í smá stund.
 6. Ég fékk 4,5 vöfflur úr þessari uppskrift en vöfflujárnið mitt er alveg extra stórt.

Berið fram með því sem ykkur finnst gott, eða sjá til dæmis:

 • Heslihnetusmjör og banana (á mynd)
 • Fersk ber og þeyttur rjómi
 • Eplamús, grísk jógúrt og möndluflögur
 • Sykurlaus sulta og rjómi

 

Ég hlakka allavega mikið til að eiga þessar í frystinum og skreyta með því sem mig lystir!

Advertisements

2 thoughts on “Prótín vöfflur

 1. Líst vel á þessar, nú þarf ég bara að eignast vöfflujárn til að vinda mér í þetta. En ein spurning er Hleðsla svona semí eins og skyrdrykkur(með auka prótíni) með bragðefnum?

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s