Humarsalat

CIMG2860Í skammdeginu veitir okkur ekkert af því að lyfta okkur smá upp með sumarlegum mat – það má alveg. Ég studdist við uppskrift sem ég fann á vinbudin.is sjá hér nema í mína uppskrift notaði ég bara það sem var til á heimilinu – sjá hér að neðan. Gaman að segja frá því að steinseljan mín sem er útí garði lifir ennþá og bragðast ennþá vel 🙂

 • Íssalat
 • Mangó
 • Gúrku
 • Gula papriku
 • Steinselju  (meira sem skraut)
 • Pistasiuhnetu kjarna
 • Sesamfræ (svört og rauð, því að svörtu voru eiginlega búin)

Mangódressing

 • 50 g mangó
 • 30 g lime safi
 • 20 g sítrónuolía
 • 30 g olífuolía

Mangó og lime safi maukað saman í matvinnsluvél (lítilli) og olíunni svo hellt útí eftir á. Þetta var btw allt of stór uppskrift af dressingunni fyrir okkur tvö. Þannig að þetta dugar ábyggilega fyrir 4.

Humar marineraður

 • Smjör – mýkt í örbylgjuofni
 • Hvítlaukur – rifinn eða smátt saxaður
 • Steinselja – smátt söxuð

Nota ca 100g af humri á mann. Mýkja smjörið og blanda svo hvítlauk og steinselju útí. Ég makaði þessu svo á skelflettan humarinn og steikti á grillpönnu.

Þessu öllu er svo raðað fallega á disk og borðað.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s