Jólamaturinn

Andabringur með sætum kartöflum og eplasalati
image

Andabringuuppskriftin er komin úr bókinni Landsliðsréttir Hagkaupa en breytt örlítið. Sætu kartöflurnar eru úr bókinni Eldað og bakað í ofninum heima, og eplasalatið er frá Guðríði og má sjá hér.

Jólakryddaðar andabringur í púrtvínslegi

 • 4 andabringur
 • 1 kanilstöng
 • 1 msk negulnaglar
 • 1 dl púrtvín
 • 3 msk hunang
 • 2 msk þurrkaðir villisveppir
 • 100 gr smjör

Púrtvínið og hunanið sett í pott og hitað að suðu, kanilstöngin og negulnaglanrinr mulið í morteli og síðan blandað saman við púrtvínshunangið. Þurrkuðu sveppirnir eru steiktir í smjörinu og síðan blandað við púrtvínið. Þessi lögur er síðan kældur þangað til hann er nógu kaldur til að bræða ekki plastpoka. Til að fituhliðin á andabringunum opni sig betur og líti betur út þá eru skornar rákir í fituna sem mynda teningamunstur ca 1-1,5 cm stórt. Þá er andabringurnar ásamt púrtvínskryddinu settar í poka og þar látnar marinerast í ca 2 klst. Bringurnar eru steiktar á fituhliðinni þangað til þær fá gullinbrúna áferð, en líka steiktar á hinni hliðinni til að loka kjötinu. Til að fitan slettist ekki útum allt er gott að halla pönnunni annað slagið og veiða upp fituna. Hana má síðan nota í aðra matargerð, t.d. að steikja uppúr kartöflur. Við settum bringurnar í steikingarpoka og svo í ofnskúffu inní ofni og elduðum þangað til kjöthitastig mældist um 60 gráður. En steikingarpokinn er ekkert stórt atriði, það heldur ofninum aðeins hreinni og allur vökvi sem safnast úr kjötinu helst inní pokanum og auðvelt að ná honum til að gera sósu.

Sætar kartöflur

 • 2-3 sætar kartöflur
 • 100-200 gr pekanhnetur
 • graskersfræ frjálst val
 • 1 msk teriyaki sósa
 • púðursykur
 • salt?
 • Man ekki alveg, Guðríður getur kannski fyllt inní hérna

Kartöflurnar skornar í litla teninga og velt uppúr olíu og salti. Púðursykri, teriyaki sósu er blandað saman í potti og pekanhneturnar og graskersfræin steikt úppúr því. Síðan er hnetumixinu blandað til sætukartöflurnar og þetta bakað í ofni þar til kartöflurnar eru tilbúnar.

 

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s