Baileys ís með karamellu pipp og róló

Við systur vorum lengi að velta fyrir okkur hvernig ís við ætluðum að prófa að gera fyrir aðfangadagskvöld. Þessi varð niðurstaðan en við vitum alveg nákvæmlega hvernig við munum gera hann næst með smá breytingum. Í staðin fyrir að setja bita af súkkulaðinu útí, er örugglega betra að bræða súkkulaðið með smá rjóma og blanda því svo við ísinn. Engar myndir náðust af þessum ís, en hann var mjög góður á bragðið. Við studdumst við uppskrift frá Nóa siríus sem má sjá hér.

Baileys ís með karamellu pipp og róló

  • 3 egg
  • 1/2 bolli púðursykur
  • 6 dl rjómi
  • 3-4 msk baileys líkjör
  • 100 gr karamellu pipp
  • 1-2 lengjur róló

Egg og púðursykur sett í glerskál yfir potti með vatni í. Látið vatnið sjóða og haldið á meðalhita. Þeytið eggin og sykurinn yfir vatnsbaðinu þangað til blandan er orðin ljós og froðukennd. Léttþeytið rjóman og blandið líkjörnum saman við og stífþeytið svo blönduna. Blandið eggjahrærunni útí rjóman og frystið. Svo kemur þetta flókna ferli ef maður á ekki ísvél. Við hrærðum í ísnum á svona 30-60 min fresti þangað til hann var orðinn frostinn. Síðan var hann settur í matvinnsluvél og pippið og rólóið líka í bitum og hrærður upp til að brjóta upp ískristallanna. Þá er hann settur aftur í frysti þangað til hann er borinn fram. Tímin frá því að hann er hrærður í matvinnsluvél og þangað til hann er borinn fram eru kannski 2-3 klst. Þetta er pínu vesen, en alveg þess virði.

Advertisements

One thought on “Baileys ís með karamellu pipp og róló

  1. Pingback: Nutellaís | Tvíbura gourmet

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s