Áramòtakakan

Þessi kaka er eiginlega eftirlíking af mjög góðri köku sem ég hef nokkrum sinnum gert úr Gestgjafablaði frá 2010 og er mjög góð. En ég nennti ekki að leita af þeirri uppskrift og gerði eiginlega bara eitthvað. Botninn er uppspuni sem er algjörlega komin frá mér, en kakan sjálf er úr bókinni Eftirréttir Hagkaupa. Skreytingarnar eru svona í áramótastíl og eru bara úr bræddum sykri.

20121231-154825.jpg

Áramótakakan

Botn

 • 100 gr brytjaðar möndlur
 • 100 gr brytjað suðusúkkulaði
 • 2 dl haframjöl
 • 100 gr smjör
 • 2-3 msk kakó

Allt hrært saman í skál þangað til smjörið er vel blandað saman við og síðan sett í smjörpappísklætt smelluform. Bakað í ca 15 min við 180 gr í ofni.

Kakan

 • 250 gr suðusúkkulaði
 • 225 gr smjör
 • 90 gr sykur (ég notaði sykur fyrir sykursjúka, xylo sweet, sem á ekki að hækka blóðsykur eins mikið)
 • 5 egg
 • 1 msk fínmalað spelt

Súkkulaði, smjör og sykur brætt saman í potti. Eggin lausþeytt í ca 1 min. Súkkulaðinu blandað saman við eggin. Speltið er sigtað yfir blönduna. OG já það er mikilvægt að sigta, annars koma kekkir, ég lenti í því. Deiginu er síðan hellt yfir botninn sem var bakaður áður og síðan er kakan bökuð í 25 min á 180. Kakan kæld.

Kremið

 • 100 gr 70 % súkkulaði
 • dash af rjóma
 • 3 msk síróp

Allt sett í pott og brætt og síðan smurt fallega yfir kökuna, skreytingar eru ekki nauðsynlegar er mjög skemmtilegar 🙂

Advertisements

1 thought on “Áramòtakakan

 1. Pingback: Þorrablót með laufabrauði og franskri súkkulaðiköku með lakkrís | Tvíbura gourmet

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s