Tómatsúpa með fetaostahræru

Þessa uppskrift hef ég gert nokkrum sinnum og er alltaf jafn ánægð með súpuna. Í kvöld prófaði ég að setja rækjur útí hana, eða svona bara smella ofaná, en það var bara svona allt í lagi, held ég myndi frekar bara sleppa þeim næst.

20121220-200717.jpg

Tómatsúpa

1 gulur laukur
3-4 hvítlauksrif
4 tómatar
1 ferna hakkaðir tómatar
4-5 msk tómatpúré
4-5 dl vatn
1 grænmetisteningur
1/2 kjúklingateningur
Feiti til að steikja í, smjör eða olía
1/2 lítil dós sýrður rjómi
paprikukrydd og/eða reykt paprikukrydd(ekki nauðsynlegt en gott)
cayanne pipar

Fetaosthræra

1/2 lítil dós sýrður rjómi
1 pakki fetaostur

Hakka lauk, hvítlauk og tómata og steikja þá í smjöri eða olíu. Hakkaðir tómatar, tómatpúré, vatn og teningar settir útí. Látið sjóða í 5-10 min. Allt maukað með töfrasprota. Sýrður rjómi settur útí og síðan er súpan krydduð með papriku og cayanne pipar eftir því hversu sterka maður vill hafa hana. Borið fram með fetaosthrærunni sem er smellt útí. Til að pimpa útlitið setti ég ólífuolíu og smá paprikukrydd og já rækjur en það er ekki nauðsynlegt.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s