Fjórar tegundir af jólakonfekti

CIMG2855_numerHér eru fjórar laufléttar uppskriftir af jólakonfekti sem auðvelt er að taka með sér eða bjóða uppá í eftirrétt. Allt þetta er hægt að gera á 3 tímum á summudagsmorgni 🙂 Ég hafði hugsað mér að taka þetta með mér í vinnuna á þriðjudaginn til að bjóða uppá í jólakaffi deildarinnar.

1. Jólakúlurnar sívinsælu

(sjá uppskrift undir millimál – Hnetu rúsinu jólakúlur) nema húðaðar með 70% súkkulaði og skreyttar með pínkupons hvítu súkkulaði.

2. LCHF Snickers

 • 1 dl hnetusmjör – sykurlaust
 • 1 dl salthnetur – saxaðar í aðeins minni bita
 • 200 g 70% súkkulaði

Súkkulaðið brætt í vatnsbaði, helmingnum hellt á bökunarpappír  (ca 20 cm x 20 cm) og kælt. Hnetusmjörið og salthenturnar brætt saman í potti og hellt yfir harðnaða súkkulaðið og aftur kælt. Restinni af súkkulaðinu er svo hellt yfir hnetusmörsgúmmulaðið og aftur kælt. Þetta er svo skorið í bita eftir hentugleika.

3. LCHF Bounty

– átti að líta svipað út eins og snickers dótið en viðloðunarhæfileikar kókosins voru ekki eins og best var á kosið svo að ég blandaði bara súkkulaðinu úti og málið var útrætt. Bragðast eins:)

 • 1/4 dl sukrin
 • 25 g kókosolía
 • 0,6 dl kókosmjólk
 • 0,5 dl rjómi
 • 100 g kókos
 • 150 g 70% súkkulaði

Sukrin og kókosolía brætt saman í potti (ATH verður mjög heitt) Kókosmjólkinni og rjómanum bætt útí og seinast kókosinum og svo var þetta kælt í klukkutíma. – Þetta var upprunalega uppskriftin. Þetta átti að vera auðvelt að vinna með og svo súkkulaðihúðað…..virkaði ekki hjá mér en ykkur er velkomið að prófa. Þannig að ég sem var búin að bræða súkkulaðið setti bara kókoshræruna útí og skellti herlegheitunum á bökunarpappír, kældi og skar svo í tígla. Daði sannfærði mig um að þetta væri alveg jafn gott á bragðið.

4. Döðlukonfekt

 • Döðlur eins margar og þú vilt
 • Rjómaostur til að setja inní hverja döðlu
 • 70% súkkulaði til að húða
 • Möndluflögur til að skreyta
Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s