Meiri súkkulaðitrufflur

Seinast þegar ég gerði súkkulaðitrufflur þá rúllaði ég þeim bara uppúr kakói, og þær urðu mjög mjúkar, eiginlega of mjúkar, þær bráðna nánast í stofuhita. Núna prófaði ég að hjúpa þær og setti þær í lítil álform (ischokladformar) og ég held að það sé töluvert betri hugmynd.

20121216-202112.jpg

Kahlúa og núggattrufflur

  • 200 gr 70% súkkulaði
  • 2 dl rjómi
  • 20 gr smjör
  • 200 gr 70% súkkulaði til að hjúpa

Kahlúa trufflur

  • 2-3 msk kahlúa líkjör blandað við helmingin af blöndunni

Núggat trufflur

  • 200 gr núggat, 100 gr blandað við hinn helmingin af blöndunni, hin 100 grömmin eru blönduð saman við þegar kúlurnar eru rúllaðar.

Rjóminn hitaður í potti og svo er brytjað súkkulaði sett útí ásamt smjörinu. Súkkulaðinu skipt í tvennt og sitthvorum blöndunum blandað saman við og sett í skálar svo svo kælt í ísskáp í amk 2 klst. Kúlur formaður ú kahlúa trufflunum og svo settar aftur inní ísskáp. Núggat trufflurnar eru formaðar og blandað saman við hreint núggat til að fá smá marmarafíling í kúlurnar. Þær eru líka settar inní ísskáp til að kæla áður en þær eru hjúpaðar. Súkkulaði brætt yfir vatnsbaði og notaður tannstöngull til að rúlla kúlunum upp úr súkkulaði. Geymist best í ísskáp. Þessar trufflur eru ætlaðar í jólagjöf handa tengdó, hún fékk líka konfekt í fyrra í sama kassa, en var nógu sniðug að skila honum bara aftur og biðja um áfyllingu að ári 🙂

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s