Chilipottréttur, í hamborgara eða bara einn og sér

20121216-202819.jpg

Seinast  þegar ég eldaði Chili prófaði ég að gera grunn uppskrift frá Marie Laveau veitingastaðnum sem er hægt að sjá hér, en ég held að hún sé eitthvað skrítin, allt of mikið að kryddum í henni, ég breytti henni allavega eitthvað þegar ég prófaði hana. Þessi uppskrift er eiginlega blanda af nokkrum uppskriftum, svo ég veit ekki alveg hvort ég geti nefnt einhverja eina sem tilvísun, en þetta var allavega mjög gott.

Chili con carne

 • 1.5 kg nautakjöt (högrev á sænsku, einhver mjög fitumikill og sprengdur framhluti, ekki hugmynd hvað það heitir á íslensku)
 • 2 gulir laukar hakkaðir
 • 6-8 hvítlauksrif
 • 4-5 msk chipotle sósa eða ferskur chipotle chili (Ef maður finnur ekki chipotle sósu má nota meira af BBQ sósu í staðin)
 • 2-3 tsk reykt paprikukrydd
 • 2-3 tsk spiskummin
 • 3-4 tsk oregano
 • 1 dl tómatsósa (eða BBQ sósa, smá sykur í þessu en ok…).
 • 1 tsk cayanne pipar (smakka til með meira eða aðeins minna)
 • 1 tsk chili (smakka til með meira eða aðeins minna)
 • Má setja slettu af viskíi eða öðru bragðsterku áfengi, en ekki nauðsynlegt.

20121216-202829.jpg

Kjötið brúnað í góðum potti með slatta af smjöri eða olíu. Öllu öðru bætt útí og látið malla í pottinum í 5-6 klst, því lengur því betra. Borið fram annaðhvort sem “hamborgari”  með avocado, tómötum og sýrðum rjóma eða bara í skál með sýrðum rjóma.  Þetta fékk að malla á meðan ég var að gera súkkulaði trufflurnar og piparkökurnar sem ég er að fara með í vinnuna á morgun.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s