Frækex með osti

Hér er þá uppskrift af frækexinu sem ég er maulandi á daginni inn og út 🙂 Þetta er mjög gott að nota í staðin fyrir brauð og er líka bara hott eitt og sér. Ekkert mál að búa til og geymist alveg heillengi. Uppskriftin hjá mér er reyndar orðin soldið slumpleg en ég skal reyna að koma þessu á blað fyrir ykkur. Kexið má svo braðgbæta með hverju sem ykkur dettur í hug. Um daginn setti ég til dæmis hvítlauk og ferska basiliku útí. Það má svo prófa sig áfram með sitt uppáhaldskrydd. Í þetta skiptið var ég bara með salt og var svo að prófa að setja ost ofan á.

Frækex

CIMG2852

 • 2 dL hörfræ
 • 1 dl sesamfræ
 • 1 dl sólblómafræ
 • 1/2 dl graskersfræ
 • ca 4 dl vatn
 • 1/2 tsk salt
 • olífuolía til að pensla bökunarpappír með
 • krydd eða ostur að eigin vali
 • 1/2 dl hörfæja mjöl (flax seed meal) – bætt útí áður en sett á bökunarpappírinn og má nota þetta til að “þurrka” degið eða setja meira vatn ef að verður of þurrt á móti.

Öll fræ sett í skál og vatni bætt útí. Skálin er svo látin standa í nokkra klukkutíma, þetta hef ég soldið bara eftir hentugleika. Allt í góðu að láta standa yfir nótt en ég myndi segja lágmark 1 klukkutími að standa og þá myndi ég nota sjóðandi vatn til að flýta aðeins fyrir. Ég hef verið að prófa mig áfram með að bragðbæta þetta og ég mæli með að setja smátt rifinn parmesan-ost útí ca 1/2 dL á þessu stigi. Frægumsinu er svo klesst á bökunarpappír – muna ólífuolíu á pappírinn- og þetta er flatt út með því að setja annan bökunarpappír ofan á og flatt út með kökukefli. Þetta á að passa á ca eina ofnplötu. Kexið er svo bakað við ca 110°C í ca 2 tíma á blæstri. Mér finnst gott að skera það þegar það er búið að vera inni í ca klukkutíma því að þá er það ennþá mjúkt og auðveldlega hægt að ráða við kexið.

Advertisements

7 thoughts on “Frækex með osti

 1. Pingback: Mangó, chili og eplasulta og kolvetnissnautt hrökkkex | Tvíbura gourmet

 2. Pingback: Túnfisksalat | Tvíbura gourmet

 3. Pingback: Sjávarrétta tapas | Tvíbura gourmet

 4. Pingback: Hrökkbrauð . | Lífsstill Sólveigar

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s