Kalkúnabringur, aspas og waldorfsalat

20121209-191557.jpg

Er ekki búin að vera dugleg að elda mat sem á heima hérna, meira bara svona eldað eitthvað til að borða og vera södd. En ekki í kvöld!

Kalkúnabringur

2 stk kalkúnabringur, hvor ca 450 gr
salt
pipar
hvítlaukskrydd
paprikukrydd
(átti ekkert kalkúnakrydd svo ég gerð bara eitthvað)

Steiktar á grillpönnu og svo settar ínní ofn, þangað til kjöthitastigið er ca 70 gráður, þá tekið út og látið standa í ca 10 min.

Waldorfsalat
20121209-191607.jpg
3 epli
slatti af vínberjum
1 stilkur sellerí
hnefafylli af valhnetur í salat og meira ofaná
ca 2-3 msk majónes
ca 2-3 msk sýrður rjómi
smá sykur (ca 1 msk sukrin eða annað sætuefni)
1.5 dl þeyttur rjómi

Majónesinu, sýrða rjómanum og sykrinum er blandað saman. Epli, vínber, sellerí og valhnetur eru eru skorin í bita og blandað saman við sýrða og majóblönduna. Þeytta rjómanum er blandað í seinast. Má standa í smá stund inní ísskáp áður en borið fram. Kalkúnabringurnar pössuðu mjög vel við Waldorfsalatið og með brúnni sósu, en mér fannst aspasinn pínu skrítið meðlæti, það var bara að ósk sambýlismannsins sem að við vorum með apsas með. Mæli frekar með sætum kartöflum.

Advertisements

3 thoughts on “Kalkúnabringur, aspas og waldorfsalat

  1. Ertu sjálf búin að prófa? Þetta hljómar mjög spennó, þetta er alveg í réttum flokki þar sem ég er að prófa mig áfram með grasker. Annars held ég að hvítbaunabéchamel sé betra en kókosmjólk, þó að það séu þónokkuð af kolvetnum í þeim. Þetta fer á to-do listan minn 🙂

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s