Ítalskar kjötbollur og sósa

CIMG2842Þessar slógu í gegn í kvöld! það þarf bara ekkert að ræða það meira. Þessar uppskriftir eru í bókinni Hollusturéttir fjölskyldunnar e. Berglindi Sigmarsdóttur sem að mamma var svo elskuleg að lána mér . Ég aðlagaði uppskrftina bara að stærð fjölskyldunnar.

Kjötbollur

 • ca 500 g nautahakk  (eða ca 1 pakka)
 • 200 g blandaðar hnetur og möndlur (heslihetur, möndlur, valhentur, brasilíuhnetur, eða bara það sem þú átt)
 • 1/2 búnt fersk basilika
 • 4-5 hvítlauksrir
 • sjávarsalt
 • nýmalaður svartur pipar
 • 1/2 tsk paprika
 • 2 egg
 • smjör til að steikja uppúr, má nota aðra feiti

Hneturnar eða möndlur eru malaðar fínt svo að líkist brauðrasp. Basilika og hvítlaukur svo hakkað saman í matvinnsluvél eða töfrasprota. Öllu blandað saman í skál og ég gerði eins og höfundur bókarinnar og setti þetta allt saman bara í hrærivélina og lét hnoðast saman. Bollur mótaðar og brúnaðar á pönnunni í smjörinu. Bollurnar eru svo bakaðar í ofni við 200°C í 10 mín til að elda þær í gegn.

Tómatsósa

 • 4 x (400g) tómatar í dós
 • 6 hvítlauksrif
 • 2 msk ólífuolía
 • 10 basilikublöð
 • 1 1/2 tsk oregano
 • 2 msk agavesíróp (má sleppa)
 • sjávarsalt
 • nýmalaður svartur pipar

Olían og hvítlaukurinn látið malla við lágan hita en passa að brenna ekki. Basilikublöðunum bætt útí. Öllum tómötunum svo bætt útí og kryddunum. Sósan er svo látin malla við lágan hita í um 45 mín. Agavesírópið er svo sett alveg í lokin áður en að sósan er borin fram. Við skelltum svo töfrasprotanum á sósuna rétt í lokin og áferðin varð alveg dásamleg.

Ég mæli svo bara með fersku salati (jafnvel með fetaosti) með þessu og málið er dautt!

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s