Valhnetukökur með kanil og súkkulaði

CIMG2835Sunnudagsprufukakan þennan fyrsta í aðventu heppnaðist bara nokkuð vel. Hún rann allavega ljúflega niður með mjólkurglasi. Þessi er frá bakasockerfritt sem að gerir alltaf svo litlar krúttlegar uppskriftir. Venjulega bakar hún í 12 cm form. Ég er rosa hrifin af því, þá gerir maður bara smá og prófar svo eitthvað annað næst, já eða gerir bara aftur ef þetta er gott 🙂

 • 35 g smjör
 • 3 msk sukrin (eða sætuefni að eigin vali)
 • 1/2 dl möndlumjöl
 • 1 egg
 • 30 g gróft hakkaðar valhnetur
 • 2 msk heslihnetumjöl
 • 2 msk kókosmjöl
 • 1 msk kókoshveiti
 • 1/2 tsk kanill
 • 1/4 tsk kardimomma
 • 1/4 tsk vanilluduft
 • 50 g 70% súkkulaði til að setja ofan á, eða það sem þig langar að setja ofan á.

 Smjör og sukrin brætt í potti og látið kólna örlítið. Öllu blandað ofan í pottinn og hrært saman. Ég klæddi svo minnsta brauðformið sem ég á með bökunarpappír en fannst það ennþá aðeins of stórt þannig að ég lét ca 1/4 af forminu vera eftir, þeas setti kökudegið í 3/4 af forminu. Þetta er svo bakað í ca 12 mín við 175°C. Kælið áður en súkkulaðið er sett ofan á.

 

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s