Beikonvafin kjúklingur með volgu eplasalati

20121128_193900Þessi aðalréttur er frá gestakokki bloggsins aka sambýlismanninum, en meðlætið er frá mér. Uppskriftina af eplasalatinu á nú reyndar Alma Kovac vinkona mín upprunalega en er í miklu uppáhaldi hjá mér og ég geri ansi oft. Ég splæsti svo í smá papriku með í tilefni dagsins.

Beikonvafin kjúklingabringa (fyrir 2)

 • 2 kjúklingabringur
 • 1 blaðlaukur skorinn í þunnar sneiðar
 • 1/2 búnt ferskt timjan
 • salt
 • pipar
 • olífuolía
 • beikon til að vefja utan um bringurnar

Í eldfast mót er lagður álpappír. Blaðlaukurinn, olífuolía, timjan, salt og pipar er blandað saman í skál og bringurnar saman við. Blaðlauks gumsinu er svo hellt í álpappískörfuna í eldfasta mótinu. Bringurnar eru svo pakkaðar inní beikon og lagðar ofan á blaðlaukinn. Þetta er svo bakað við 180°C í ca 40 mín eða þangað til bringurnar eru eldaðar í gegn. Getur tekið styttri tíma ef notaðar eru lundir í staðinn fyrir bringur.

Volgt eplasalat (fyrir 1)

 • hálft epli (Royal gala)
 • 1 stöngull sellerí
 • 3-4 döðlur klipptar í minni bita
 • ca 4-5 valhnetur
 • ca 10 -20 g smjör

Allt skorið í smábita og hitað á pönnu þangað til smjörið er bráðnað og döðlurnar farnar að mýkjast aðeins.

 

Advertisements

One thought on “Beikonvafin kjúklingur með volgu eplasalati

 1. Pingback: Jólamaturinn « Tvíbura gourmet

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s