Lasagna

20121128-202311.jpg

Oftar en ekki kom það fyrir að ég eldaði mat handa mér og sambýliskonum mínum á Sjukhusbacken (fyrst Vala en svo Rakel). Og það vildi svo til að ég fékk ósk um innlegg á þessa síðu einmitt frá henni Rakel. Hana langaði í uppskrift af lasagna sem var henni greinilega minnisstætt því það eru uþb. 2 ár síðan að við fluttum frá Sjukhusbacken. Hérna er því uppskrift af minni útgáfu af lasagna, en ég held að flestir hafi sínar eigin hugmyndir um hvernig þeir vilja hafa sitt lasagna. Svona vil ég hafa mitt:

Kjötsósa

 • 1 kg af nautahakki
 • 2 gulir laukar
 • 5-6 hvítlauksrif eða fleiri
 • 800 gr hakkaðir tómatar
 • 5-6 msk tómatpúrra
 • 300 gr spínat (má sleppa en mér finnst það mjög gott með)
 • 1 msk papriku krydd
 • 3 msk oregano
 • 3 tsk spiskummin
 • 2 tsk hvítlaukskrydd
 • 1 tsk cayanne pipar
 • kannski smá carry
 • 1 eða 2 teningar af nautakrafti (ég notaði reyndar fljótandi nautakraft með rauðvíni)
 • má endilega setja svona 1 dl af rauðvíni ef maður á
 • salt og pipar
 • ATH öll krydd er svona meira ca en nákvæm, bara smakka og sjá hvað mætti vera meira af

Laukur og hvítlaukur hakkaður og steiktur í smá smjöri. Hakkinu bætt útí og steikt þar til brúnt. Þá er restin sett útí, svo má þetta endilega malla í dágóða stund áður en lasagnað er sett saman. Ég bjó til mitt eigið pasta án kolvetna en á meðan kjötsósan er að malla bý ég til pastað. Uppskriftina getur maður fundið meðal annars hér

Pasta -kolvetnissnautt

 • 6 egg
 • 200 rjómaostur
 • 0,75 dl fiberhusk
 • 1 tsk salt

Þeyta eggin fyrst og svo er restin sett útí. Látið standa í 10 min til að deigið þykkni. Skipt í tvennt og flatt út á milli tveggja bökunarpappírsarka, örkin sem er sett ofaná er olíuborin svo að hún festist ekki við. Bakað í 10 min í ofninum.

Lasagna

 • Kjötsósa
 • pasta ( má líka kaupa tilbúnar plötur)
 • 750 gr kotasæla
 • nóg af uppáhaldsostinum mínum, gott að blanda, gouda ostur, parmesean eða cheddar kannski.

Lasagnað sett saman í lög, fyrst kjötsósa, svo pasta, svo kotasæla og svo endurtekið þar til í lokin þar sem er endað með kjötsósu og síðast ostin ofaná. Bakað þar til osturinn er gullinbrúnn ca 20 min, eða lengur ef plöturnar þurfa meiri tíma.  Borðið fram með grænu salati og nóg af rifnum parmesean osti yfir.

ATH þetta er mjög stór uppskrift og dugir fyrir marga munna eða gott að eiga í nesti eða í frysti. Þetta tekur líka sinn tíma, en ég var uþb. 1,5 klst að gera allt, en vel þess virði 🙂

Advertisements

2 thoughts on “Lasagna

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s