Súkkulaði heslihnetu rjómaís

Nú á ég ekki ísvél (öllum frjálst að gefa mér svona í jólagjöf ) en ég ákvað samt að láta reyna á heimagerða ísinn. Ég bjó bara til mína eigin uppskrift sem að ég mun líklega halda áfram að þróa með tímanum, ég setti sem sagt bara það útí hann sem mér finnst gott. Hvað sætuefnin varðar þá mun ég næst ábyggilega prófa að hafa hunang og sleppa kannski sukrin. Næst ætla ég líka að prófa að blanda aðeins mjólk með rjómanum.

  • 3 eggjarauður
  • 2 msk kakó (green and blacks)
  • 1 msk sukrin (innflutt frá Svíþjóð)
  • 2 msk maple síróp
  • 4,5 dl rjómi
  • 4 msk heslihnetusmjör

Eggjarauðurnar, kakóið og sætuefnin allt þeytt saman og smá rjóma bætt útí (ca 0,5 dl) og þeytt þar til allt er blandað vel saman. Restina af rjómanum var svo bætt útí og allt þeytt þangað til orðið vel fluffy. Ég var reyndar að prófa að þeyta þetta í klakabaði – aka “heimatilbúnu ísvélinni minni” sem virkaði ekkert sérstaklega vel. En ég setti ísblönduna svo í frystinn og hrærði reglulega í blöndunni ca 15-20 mín fresti til þess að fá nóg loft í ísinn. Þegar ísinn var eiginlega alveg frosinn þá setti ég helsihnetusmjörið úti. Þá verður það frosið í smá klumpum sem er svo ánægjulegt að finna í ísnum. Í skraut setti ég örlítið af 70% súkkulaði yfir ísinn.

 

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s