Graskerspönnukökur

Þegar ég er í helgarfríi og við erum heima í Stokkhólmi þá er eyði ég yfirleitt góðum stundum að dunda mér eitthvað í eldhúsinu. Þessa helgi er ég búin að baka bananabrauðið hennar Guðríðar og gera epla- og perumaukið hennar og svo ætla ég prófa pizzu uppskriftina hennar í kvöld. Og svo var ég rétt í þessu að klára að borða þessar ljúffengu graskerspönnukökur, sem heppnuðust svo vel. Ég notaði uppskrift frá Tasty-health síðunni og breytti bara smá, en hún er með margar tegundir af allskonar prótínpönnukökum. Seinast þegar ég prófaði að gera prótínpönnukökur tókst það alls ekki og festist allt á pönnunni. Þá ákvað ég að fara daginn eftir að kaupa mér nýja pönnu, svona Jamie Oliver pönnu og ég er ekkert smá ánægð með hana. Enda fékk ég mjög fallegar pönnukökur sem festust ekki neitt við botninn í dag. Annars eru þetta fyrstu skrefin mín í prótínbakstri eða bara prótín dufti yfirleitt, sjáum til hvort að það verður eitthvað meira af þessu hérna.

20121125-153416.jpg

Graskerspönnukökur (fyrir 2)

  • 2 egg
  • 4 msk kókosmjöl
  • 4 msk prótín duft (Whey) (má sleppa, setja þá kókosmjöl í staðin)
  • 2 msk stevia sykur/samsvarandi sætuefni (má setja alvöru sykur ef maður vill það frekar)
  • 2 tsk lyftiduft
  • dash af vaniludufti
  • 4 msk graskerspuré (soðið grasker í ca 15 min og svo mixað með töfrasprota)
  • 1 tsk kanill

Allt mixað saman með töfrasprota og svo látið standa í 5 min. Ég helti með ausu á pönnu þrjár litlar klessur í einu, þá fékk ég 10  litlar pönnukökur (7-8 cm í þvermál). Til að búa til svona litla pönnukökutertu setti ég hræru af kesella með og án vanillu á milli (ca. eins á bragðið og ef ég myndi blanda vanilluskyri og grískri jógúrt saman, held ég). Svo var ég með epla- og perumaukið frá Guðríði og svo möndluflögur og brytjaðar döðlur ofaná, nammi nammi namm.

Advertisements

3 thoughts on “Graskerspönnukökur

  1. Pingback: Helgar pönnukökur og lítil kaka | Tvíbura gourmet

  2. Pingback: Meiri pönnukökur àn prótíns | Tvíbura gourmet

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s