Hnetu rúsínu jólakúlur

Kannski ekki alveg fallegustu kúlurnar en góðar eru þær. Þrjú tilraunadýr fengu að smakka og allir glaðir. Þessar eru með smá jólabragði og væri vel hægt að gera spariútgáfu og dýfa þessum í súkkulaði. Ég fann uppskriftina á hollustufikt – sjá link hér til hliðar en ég bætti smá negul útí líka.

3 1/2 dl kasjúhnetur
3 tsk kanill
2 tsk kardimommur
1 tsk múskat
1 tsk vanilluduft
1/4 tsk negull
2 dl rúsínur
2 msk agavesýróp
Vinna hneturnar í matvinnsluvél þar til þær eru orðnar gróft mjöl.  Bæta þá í kryddum og blanda aðeins saman.  Setja rúsínur út í og agavesýrópið og vinna vel saman.  Ef blandan er of þurr til að hægt sé að móta kúlur úr henni er hægt að setja 1-2 msk af vatni út í, bara bæta við örlitlu í einu.  Þá er bara að móta kúlur úr blöndunni.  Ég hafði þær í smærri kantinum og þá urðu þær alveg 32 stk. Svo ætla ég bara að eiga þetta í frysti og narta í þegar mig langar í, alveg spurning hvað það dugar lengi 🙂

 

Advertisements

5 thoughts on “Hnetu rúsínu jólakúlur

  1. Sorrý Stína, það mætti auðvitað prófa að nota jafnvel salthnetur eða möndlur í þessa uppskrift í staðin fyrir kasjúhnetur 🙂

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s