Möndlukaka

Ég gerði nokkar uppskriftir áður en ég fór í bústað um helgina svo að það koma nokkrar í röð frá mér núna 🙂  Möndlukökuna fann ég í Brauð og kökubók Hagkaups en ég breytti henni aðeins svo að hún væri “lögleg”

Möndlukaka

 •  175 g smjör
 • 175 g súkkulaði (70% eða hærra)
 • 4 egg – aðskilin
 • ca 1/2 dl maple síróp
 • 1/4 tsk matarsódi
 • 175 g möndlumjöl
 • 1/2 tsk möndludropar
 1. Hitið ofninn í 170°C
 2. Smjör og súkkulaði brætt saman í potti við vægan hita
 3. Eggjarauður þeyttar og maple siróp bætt útí þangað til að blandan verður létt og loftkennd, verð að viðurkenna að ég mældi það ekki nákvæmlega, heldur lét bara augað segja mér soldið til
 4. Súkkulaði-smjör blöndunni blandað varlega saman við eggjarauðublönduna
 5. Möndlumjölinu, matarsódanum og möndludropunum blandað varlega saman við allt saman
 6. Eggjahvítur þeyttar í annarri skál og er blandað varlega saman við í lokin með sleif til að halda sem mestu lofti í deiginu
 7. Bakað við 170°C í ca 25-35 mín.

Krem

 • 150 g súkkulaði
 • 40 g smjör
 • 6 msk rjómi

Allt brætt saman í potti og hellt yfir kökuna þegar hún hefur aðeins kólnað.

Þessi er eiginlega orðin uppáhalds á heimilinu þegar á að gera vel við sig 🙂

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s