Gös með möndlusmjöri og blómkáls- og graskerspuré

20121118-203754.jpg

Martin veiddi í matin handa okkur þennan fisk en gös er hvítur fiskur sem er mjög góður, en ég veit því miður ekki hvað hann heitir á íslensku. Síðan var gerð smá tilraunastarfsemi með grasker, hef ekki notað það mikið í mat eða bakstur ennþá en ég held að það geti verið breyting á því, því puréið mitt heppnaðist mjög vel fannst mér.

Fiskurinn

Flakaður og beinhreinsaður settur í ofnfast smjörsmurt form, kryddað með salti og sítrónupipar og settir litlir smjörbitar ofaná fiskinn. Inní ofn þangað til fiskurinn er tilbúinn, fer eftir þykkt á flökunum en ca 10 min.

Blómkáls- og graskerspuré

  • Blómkál  (einn haus eða fleiri, fer eftir því hvað maður vill elda mikið)
  • ca 100-200 gr grasker (má vel vera meira) taka hýðið af því.
  • 30 gr smjör
  • salt, pipar og múskat

Blómkálið og graskerið skorið í bita og soðið þangað til það er orðið mjúkt (ca 10-15 min). Vatninu hellt af og smjörið sett útí. Allt maukað með töfrasprota og síðan kryddað með salti, pipar og smá múskati.

Möndlusmjör

  • 100 gr smjör
  • 50 gr möndluflögur

Smjörið brætt í potti og möndlunum blandað saman við. Það er mjög fljótlegt að elda þennan mat ef fiskurinn er tilbúin í flökum þá er bara að sjóða blómkálið og graskerið og mixa það saman. Það er líka hægt að nota hvaða fisk sem er, það var Guðríður sem að kynnti mig fyrir möndlusmjöri og lax en mér finnst það passa líka mjög vel með hvítum fisk eins og gös, ýsu eða þorsk.

Advertisements

1 thought on “Gös með möndlusmjöri og blómkáls- og graskerspuré

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s