Súkkulaðitrufflur

20121117-165544.jpg

Við Martin erum að fara í matarboð í kvöld og ég ákvað að gera smá súkkulaðitrufflur til að gefa gestgjöfunum. Ég gerði tvær tegundir en fyllingin er alveg eins nema bara mismunandi bragðbætt.

Súkkulaðitrufflur með lakkrís og kahlúa

  • 300 gr súkkulaði (ég notaði blandað ljóst og dökkt því það var sem ég átti heima, hefði líklegast bara notað dökkt ef ég átti það)
  • 2 msk rjómi
  • 100 gr smjör
  • ca 2 msk Kahlúa í helminginn af blöndunni
  • ca 1-2 tsk lakkrísduft í hinn helminginn af blöndunni
  • Kakó til að rúlla kahlúa kúlunum uppúr
  • Lakkrísduft til að rúlla lakkrís kúlunum uppúr

Súkkulaðið brætt yfir vatnsbaði, rjómanum bætt útí þegar allt er bráðnað. Hrært saman við kalt smjörið sem er í litlum bitum. Skiptið blöndunni í tvennt og blandið í lakkrísduftinu og kalhúanu í sitthvora blönduna. Látið standa í kæli í amk 2-3 klst eða þangað til blandan er orðin stíf (ég lét þetta standa yfir nótt). Búa svo til kúlur úr blöndunni með litlum skeiðum, það er mjög erfitt að rúlla þessar í höndunum því þá bráðna þær. Kúlunum er svo rúllað uppúr kakói eða lakkrísdufti. Ég notaði lakkrísduft frá Lakrids (raw liquorice powder) sjá hér.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s