Tunnelbanatertan

Finnst þetta alveg vera vettvangur fyrir öll matarafrek, sama hvort þau séu holl eða ekki. Þessi kaka er allt annað en holl. Ég bakaði þessa köku fyrir lokafund í vinnunni í verkefni fyrir neðanjarðarlestirnar í Stokkhólmi. Við í vinnunni vorum að reikna út hvenær þarf að skoða tengiliðina á milli vagnanna til þess að tryggja að það byrji ekki að myndast sprungur í þeim.Tengiliðurinn er s.s. túlkaður sem þessi svarta klessa á endunum á vagninum

Tunnelbanatertan

Svamptertubotn

  • 4 egg
  • 2 dl sykur
  • 1 dl hveiti
  • 1 dl kartöflumjöl
  • 2 tsk lyftiduft

Ég gerði minnir mig 1,5 uppskrift og setti í ofnskúffu.

Fylling 1

4 dl þeyttur rjómi
3 stór daim hökkuð
125 gr nougat

Fylling 2

4 dl þeyttur rjómi
1 dós af niðursoðnum perum
200 gr bráðið súkkulaði

Botninn skorin í langar ræmur og svo raðað saman. Botn, fylling 1, botn, fylling 2, botn. Botninn bakaður og fyllingin er sett á sama dag. Geymt í kæli yfir nótt, svo sett smjörkrem á kökuna og hún skreytt með sykurmassa. Ég notaði 1 kg af hvítum sykurmassa og 250 gr af bláum og svörtum sykurmassa. Silfrið er duft sem ég bleytti í og penslaði á kökuna. Vil meina að kakan hafi vakið mikla lukku þar sem allir fundarmenn vildu ólmir taka mynd af kökunni og hún fékk líka góða dóma fyrir bragð.

Advertisements

3 thoughts on “Tunnelbanatertan

  1. Pingback: Brittney kakan | Tvíbura gourmet

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s