Spínat og brokkolíbaka

20121115-085418.jpg

20121115-085430.jpg

Spínat og brokkolíbaka

Bökubotn

 • 1 dl hörfræ (samsetningin af fræjum og mjöli má vera hvernig sem manni hentar, upprunalega uppskriftin notar möndlumjöl, hægt að nota kókosmjöl líka)
 • 1 dl sesamfræ
 • 1 dl sólkjarnafræ
 • 1 dl sojamjöl
 • 1 dl bakerix
 • 1,5 msk fiberhusk
 • 1,5 tsk salt
 • 60 gr smjör
 • 2 egg

Fræin og kornin eru möluð í matvinnsluvél og svo er öllu blandað saman í skál. Þrýst út í form með plasthönskum eða ég var með plastpoka á höndunum sem virkar líka mjög vel 🙂  Ég var með stórt ferkanntað form, það er meira bökulegt ef notað er kringlótt og minna form en þá má minnka uppskriftina aðeins. Formið er svo sett inní ískáp í 30 min. Bakað í 175°C i ca 10 min. Tekið út og fyllingin sett í og síðan bakað í 200°C þangað til allt er orðið stíft (ca. 40 min)

Spínat og brokkolífylling

 • 300 gr västerbottenostur (sterkur ostur)
 • 8 egg
 • 3 dl rjómi
 • 2 dl mjólk (má vera 5 dl rjómi ef maður vill)
 • 500 gr spínat (notaði frosið)
 • 500 gr brokkolí
 • 1 pakki fetaostur
 • hvítlaukur (eins mikið og maður vill)
 • salt, pipar og múskat (má sleppa en mjög gott með spínati)

Eggin, rjóminn og mjólkin eru þeytt saman, kryddað með salti, pipar, hvítlauk og múskati. Spínatið, brokkolí og fetaostur hrært saman og sett i bökubotninn. Osturinn settur yfir og eggjahrærunni hellt yfir.  Svo reif ég smá parmesean ost yfir allt saman og setti svo inní ofn. Borið fram með fersku salati og ég sé að við systurnar erum mjög heitar fyrir granatepli þessa daganna svo það er algjörlega þema í þessari viku. Innblásturinn af þessari böku uppskrift fékk ég hér

Advertisements

5 thoughts on “Spínat og brokkolíbaka

  • Hæ Kristín!

   Takk fyrir hrósið! Bakerix er tilbúin bökunarblanda sem ég keypti á netinu, sem er bókstaflega blanda af möndlumjöli, kókoshveiti, smá lyftidufti og salti. Myndi bara nota möndlumjöl í staðin í þessari uppskrift.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s