Lambasalat

Ég er stundum með kjúklingasalat, en í kvöld langaði mig að gera eitthvað öðruvísi. Mér til mikillar undrunar þá á er myntuplantan mín úti á svölum ennþá með lifandi blöðum á og steinseljan útí garði alveg sprelllifandi 🙂 Ég fann uppskrift hér sem ég breytti að mínum sérþörfum og því sem var til á heimilinu. Þessi uppskrift dugði okkur tveim og í einn nestispakka.

Lambasalat

 • 300g Innanlærisvöðvi
 • 1 tsk cummen
 • salt og pipar

Steikti vöðvann að utan til að loka kjötinu.  Skellti því svo inní ofn á ca 70°C í um 45 mín. Ég nota kjöthitamæli þegar ég elda og stillti hann bara á 58°C og lét svo standa í ca 10 mín.

Dressing

 • 2 tsk sítrónusafi
 • 2 tsk hunang
 • 1,5 msk olífuolía
 • 2 hvítlauksrif
 • 1 msk granatepli

Allt sett í miniblandara til að blanda saman.

Salatið

 • Salat 2/3 poki (Gullfoss blandan)
 • 1/2 gul paprika
 • 1/2 búnt vorlaukur
 • 1/2 lúka steinselja
 • 1/4 lúka mynta (eða það sem var ennþá lifandi útá svölum)
 • 1 tómatur
 • 1/2 granatepli
 • 1/2 piparostur – skorinn í teninga

Allt skorið niður og lagt fallega á diskinn. Steinseljuna og myntuna klippti ég niður svo að það væri í bakgrunni í salatinu. Ég hefði kannski viljað bæta við gúrku, en þetta var samt hrikalega gott 🙂

Advertisements

1 thought on “Lambasalat

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s