Gulrótarkúlur

Ég gerði þessar kúlur um daginn og fannst þær bara ágætar á bragðið, skemmtilegt millimál eða eftir bandý matur. Martin smakkaði og líkaði ekki við þær svo ég fæ að eiga þær alveg útaf fyrir mig. Var með nokkrar kúlur með mér í nesti til að borða á leiðinni heim úr bandý og gaf Evu og Ásdísi að smakka og þeim fannst þær bara nokkuð góðar. Þá ákvað ég að ég ætlaði að skella þeim inn hér. Uppskriftina fann ég á hollustufikt.blogspot.se

20121113-213218.jpg

 

Gulrótarkúlur

  • 3/4 bolli möndlur
  • 6-8 döðlur
  • 1/3 bolli kókosflögur (má líka nota kókosmjöl)
  • 2 meðalstórar gulrætur rifnar
  • 1/2 msk kanill
  • 1/4 tsk negull
  • nokkur korn mulið sjávarsalt
  • 4 msk kókosolía/feiti (má nota kókosmjólk líka)

Möndlurnar eru malaðar í mjöl í matvinnsluvél.  Fjarlægja mjölið úr skálinni.  Vinna döðlur og kókosflögur í gott mauk í matvinnsluvélinni.  Ef þarf er hægt að bæta aðeins kókosmjólk út í eða olíu. Bæta möndlumjölinu aftur út í ásamt kryddi og gulrótum.  Blanda vel saman.  Bæta við kókosolíu eða kókosmjólk eftir þörfum. Móta litlar kúlur og geyma þær í kæli.

Advertisements

One thought on “Gulrótarkúlur

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s