Kjúklingaborgari í foccacia brauði með ferskri salsa


Þetta ætti nú frekar að vera svona föstudagsmatur, en mig bara langaði í eitthvað gott.

Ég er alltaf að leita að hinu fullkomna LCHF hamborgarabrauði og þetta komst ansi nálægt því. Fann þessa fínu uppskrift af Foccacia á LCHF bloggen

Foccacia

 • 2 dl sesamfræ (möluð að bestu getu)
 • 75 g rjómaostur
 • 3 egg
 • 1/2 dl rjómi
 • 1 msk husk
 • 1 tsk lyftiduft
 • smá klípa af salti

Ofan á setti ég olífuolíu, sjávarsalt, parmesanost og ferskt rósmarín.

 1. Malið sesamfræðin og blandið svo rjómaosti, eggjum og rjóma
 2. Bætið huskinu útí og látið standa í ca 5 mín.
 3. Setjið í eldfast mót (ca 20*20 cm) með bökunarpappír undir og bakið í ca 30 mín á 170°C

Ég lenti í smá veseni með að mala sesamfræin, ég notaði alla hakkara og blandara á heimilinu því mér fannst þetta klessast svo saman. Að lokum fannst mér bara virka best að nota töfrasprotann þegar allt var blandað saman, þeas áður en að huskið var komið útí.

Salsa 

 • 3 tómatar (mjúka/blauta tekið innan úr)
 • 1/2 laukur
 • 1/2 rauð paprika
 • 2 hvítlauksrif
 • lítið búnt ferskur kóríander

Allt blandað saman í matvinnsluvél

Á borgaran setti ég svo ásamt kjúklingabringunni; sýrðan rjóma, avocado, gúrku, papriku, beikon og salat.

Eitt orð – namm!

Advertisements

3 thoughts on “Kjúklingaborgari í foccacia brauði með ferskri salsa

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s