Fiskisúpa

20121111-193945.jpg

Þessi uppskrift er eiginlega komin frá mömmu. Man eftir því að við gerðum þessa súpu þegar mamma og Guðríður komu í heimsókn fyrsta haustið sem ég flutti til Stokkhólms og nú eru liðin 5 ár síðan og ég hef oft gert þessa súpu og helst með íslenskri ýsu.

Fiskisúpan hennar mömmu

3 msk smjör
3 tsk karrý (fer eftir styrkleika) ég nota extra sterkt karrý
1 púrrlaukur
ca 4 hvítlauksrif
2-3 gulrætur
1 eða 2 paprikur (velja skemmtilega liti)
2 dósir kókosmjólk
2 dl rjómi eða bara smakka til
2-3 msk tómatpúrra
5-700 gr fiskur
rækjur
kräftstjärtar
1 grænmetisteningur
1 fiskiteningur

Bræðið smjör og steikjið karrý, púrrlauk og hvítlauk í því. Bæta gulrótum útí og steikja aðeins lengur. Setja síðan paprikurnar útí, kókosmjólkina, tómatpúrruna og grænmetis og fiskiteninganna. Sjóða í svona 20 min eða þangað gulræturnar eru soðnar. Smakka til með meira karrý, salt og pipar, og tómatpúrru, ég set alltaf helling af karrý, en ég átti enga tómatpúrru í dag, svo því var sleppt. Skellti svo rjómanum bara rétt í lokin áður en ég setti fiskinn útí. En fiskurinn er bara skorinn í litla bita og settur útí alveg í lokin, þarf bara að sjóða í svona max 5-10 min max, ef maður er með rækjur og kräftor eru þær bara settar í áður en maður fær sér súpuna, þarf bara að hita þær.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s